Ígrundaður þankagangur hugsandi manns.

Tómas Guðmundsson, hárómantískur hræsnari!

Þar sem ég hef loksins komist í samband við ummheiminn í netformi langar mig að opna þessa síðu mína formlega með vel ígrunduðum pistli sem ég hef haft í bígerð um nokkurra ára skeið um Reykjavíkurskáldið víðfræga Tómas Guðmundsson.

Eins og við vitum nú flest var Tómas Guðmundsson ritstjóri Helgafells um árabil, með skelfilegum afleiðingum. Drykkfeldni hans og saurlífnaður varð þessu áður stolta bókaforlagi að falli og má sjá endurspeglun þessa klúðurs í ýmsum ljóðum hans; þó einna heilst í bókinni Léttara hjal þar sem Tómas bregður algerlega útaf eigin vana og talar á opinskáan hátt um skoðanir sínar sem eru vita fjarri þeim er eðlilegar ættu að teljast. Einnig má sjá óvönduð vinnubrögð og ritstíl í þessu verki hans þar sem hann sneiðir gjarnan frá almennri ljóðabyggingu.
Tómas á það gjarnan til að lofsyngja óðæðra kynið í ljóðum sínum og hafa mér þótt tilvísanir hans í þann ágæta stað sem Blönduós er óforskammanlegar og niðrandi fyrir bæjarbúa og velgjörðarmenn bæjarfélagsins!

Að þessum manni hafi verið úthlutuð pennavöld, hvað þá að gefa þennan sora og ósóma út er fráheyrt!

Árin 1915-1916 dvaldi móðir mín heitin að Neðri-Brú á Grímsnesi um nokkurra mánaða skeið tvö sumur. Þar hafði hún verið send í sveit eins og tíðkaðist á þeim tíma og átti hún í nánum samskiptum við umrætt Reykjavíkurskáld; of nánum ef út í það er farið. Skáldið hafði þá síðara sumarið lofað móður minni heitinni gulli og grænum skóm en ekki efnt loforð sitt við hana heldur á sinn einstaka hátt fundið sér nýtt viðhald og gaf, ef svo má að orði komast, skít í móður mína. Tók hann þá að halda við konu nokkra að nafni Dagný sem samnefnt ljóð fjallar um.

Atvik þetta sat í móður minni um ókomin ár hún var í því sem hinn óbreytti borgari myndi kalla ástarsorg.

Tel ég það nú fullljóst eftir vel ígrundaðar rannsóknir mínar á verkum Tómasar að ljóðið "Fyrir átta árum" hafi á einstakan hátt verið níðvísa, kvaðin til móður minnar. Þar líkir hann holdafari hennar við breiðgötuna Laufásveg og kvað hana með eindæmum ófríða.

Að Reykjavíkurbúar lofsyngi þennan mann og hafi reist honum minnisvarða mætti teljast sem áttunda syndin. Ég mun vafalaust hvetja börn mín til að marka minnisvarða þennan með eigin þvagi næstu pabbahelgi.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes Ólafsson

Höfundur

Jóhannes Ólafsson Eyfeld
Jóhannes Ólafsson Eyfeld
Hrokafullur einhleypur þriggja barna helgarpabbi; dómharður en þó dómgreindarlaus. Óflokksbundinn og óháður. Náttúrulaus iðnaðarsinni. Mikill áhugamaður um nútíma- og póstmóderníska tónlist og mikill aðdáandi Caput tónlistarhópsins.

Spurt er

Vilt þú verða að óskum íbúa Blönduós um olíuhreinsistöð í bæjarfélaginu?
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband