4.2.2010 | 11:24
Olíuvinnslustöðvar að Blönduósi
Þykir mér miður í umræðunni um olíuleit á Drekasvæðinu að ekki hafi áður verið rætt um staðsetningu olíuhreinsistöðva í sambandi við framkvæmdirnar.
Norðuvestur horn landsins væri upplögð staðsetning fyrir ofangreindar stóriðnaðarframkvæmdir og hefur Blönduós borið hæst á góma í tengslum við hreinsistöðina. Hún væri mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið og velgjörðarmenn þess sem og íbúa.
Ef okkar vanhæfa ríkisstjórn sér ekki möguleikana eru þeir svo sannarlega að fleygja barninu út með baðvatninu. En nú er björninn loks vaknaður upp frá löngum dvala og loksins kem ég mínum skoðunum á framfæri til almúgans, og mun ég vera sem eitur í æðum ríkisstjórnarinnar. Sjálfur þekki ég persónulega formann stórs olíufyrirtækis á Norðurlöndum en það nafn mun ég ekki gefa upp vegna eigin hagsmuna.
![]() |
Leiti að olíu undan Norðausturlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jóhannes Ólafsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þér verð ég að vera sammála Jóhann, Blönduós tel ég vera kjörinn stað fyrir svoleiðis virkjanir. Þar sem það er stutt frá Patreksfirði og vesturtanginn ávallt verið vanmetinn, þá þarf að lúta smá viðleitni til þessara staða, en mér finnst eins og landkönnuðir hér forðum hafi litið frá fegurðinni og efninu sem vestfirðir geyma þegar að svona málum er að gegna, þessum mönnum er greinilega ekki mjög annt um hvert hagnaður fer og hvaðan kostnað ber að mæta.
Hver man ekki eftir því þegar kvótinn var á fullu hérna á Bolungarvík, Súðvíkingar voru glaðir yfir tekjunum og allir vildu fá að njóta þess að vera stoltur strandamaður? Já það var ágætt að búa hér í "denn". En breyttir tímar geta berið mér sér fáar skeiðar þegar kemur að því að ákveða niðurskurð á efnislegum atriðum.
Hér vil ég ekki segja meira, látum ríkisstjórnina athuga með svona málefni. Þetta á sér enga líkingu. Fussumsvei
Gylfi
Gylfi Ásgeirsson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.