Loksins, Loksins

Það er rétt kæru bloggvinir, Eyfeld er mættur aftur, beittari en nokkru sinni fyrr.

Á dauða mínum átti ég fyrr von en að ég myndi setjast aftur með moðvolgann kaffibollann við lyklaborðið eftir alla þá harðorða og neikvæðu gagnrýni sem ég hafði fengið hér á þessu bloggi mínu. Tíminn græðir þó flest sár og bætti það mikið úr skák að hafa fengið afsökunarbeiðnir frá flestum málsaðilum. Ég hef því ákveðið að opna mig aftur fyrir umheiminum og hleypa sótsvörtum almúganum í hugarheim Eyfelds á ný.

Staða mála á Kóreuskaga
Segja má að nú standi Kóreuskagi á tímamótum. Allt frá því að lokahnykkur Alþýðulýðveldisins í Kóreustríðinu 1953 var unnin fyrir bý og vopnahlé Suður- og Norður-Kóreu aðeins dapurleg niðurstaða annars ágætrar orrustu hefur spenna verið að aukast á Kóreuskaga. Vestrænir kraftar kappkosta að lofsyngja ráðamenn syðra á meðan kínverski fjalarkötturinn gjóir glyrnum sínum í sósíalíska tilburði einræðisherrans nyrðra. Miklar sviptingar hafa verið í stjórnarfarsháttum ríkjanna tveggja en þó eiga þau það sameiginlegt að vígbúnaðarkapphlaupið er undirliggjandi í öllum pólitískum ákvarðanatökum í hvoru landi fyrir sig. Mikið hefur þótt halla á mannréttindi íbúa Suður-Kóreu og hafa samtök á borð við Amnesty International og Unicef hrundið af stað herferðum sem vitundavakning fyrir íbúa hins vestræna heims um bág kjör þjóðarinnar. Á meðan halda ráðamenn vestra múgsefjunarherferð sinni áfram með birtingum falskra upplýsinga og tölfræðigagna sem ætlað er að koma þeirri hugmynd í kollinn á okkur að íbúar Suður-Kóreu hafi það gott. Frelsissveitir Norður-Kóreumanna hafa haft í hótunum við ráðamenn Syðra og bíður heimsbyggðin öll milli vonar og ótta að þeir taki fyrsta skrefið og opni landamærin milli ríkjanna af sinni alkunnu snilld. 

"Byrjar gamli blóðbelgurinn að hneggja eins og hestur af hundasúrum" segja eflaust sum sjálfheljandi hórusmettin yfir vitneskju minni og yfirlýsingum um gang mála; en, ég hef nú þónokkra ástæðu til! Þannig vill nú oft vera að þeir sem ekki vita eða geta, þeir kenna eða prédika. Sjálfur mun ég aldrei koma nálægt kennslu enda absúrt það skólakerfi sem við lifum við í dag. Ástæða þess að ég sé mér fært að tjá mig um þessa frétt er reyndar sú að ég hef kynnst öðlingunum í Norður- Kóreu af eigin raun. Haustmánuðina mildu í Lundi 1997 bauðst mér að þýða almanak Norður-Kóreska Lýðveldisins yfir á sænsku fyrir hina minnstu þóknun. Ég, auðmjúkur, hnuffaði ekki tvisvar yfir slíku boði enda lengi haft dálæti af þeirri kímni og stjórnarkúnstum sem Kim Jong Il bjó yfir, annað en drullusmettið hann Halldór Ásgrímsson hafði á sinni stjórnartíð. Litlu kom það mér á óvart, þó ekki hafi það verið upp á samningaborðinu þegar ég ákvað að þýða almanakið, að mér var boðið til Norður- Kóreu í heiðursheimsókn þar sem ég fékk gistingu á 5 stjörnu hóteli sem á sér þjónustu enga aðra líka í hinum vestræna heimi, og mættu morðhaugarnir og tjónkutrantarnir í Berlín taka þetta sérstaklega að sér.

Ferðasaga mín til Norður-Kóreu er nú svosem saga sem á heima með annarri frétt og gott, ef ekki, í hinum sáluga Samúel sem hélt mér, og honum Litla Eyfeld  mínum, oft, ansi blautum hér á árum áður. Það sem aumingarnir í Evrópu kalla í dag linsoðið, blátt, ljósblátt er ekki til í orðabókum vina minna í Norður-Kóreu og held ég að það sé flestum hollast að sú bylting eigi sér fyrst stað í Suður-Kóreu, enda löngu kominn tími til að þetta afskræmda náriðlabú kynnist siðmenningunni.  


mbl.is Geta ekki tryggt öryggi erlendra sendiráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Ekki veit ég alveg hvað vakir fyrir þér minn kæri Eyfeld en hverjar sem þínar hugsjónir eru, og hversu vitlausar sem þær kunna að vera, þá kemurðu þeim frá þér í lystilega vel skrifuðum pistli.

-Tóti

Þórarinn Páll (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhannes Ólafsson

Höfundur

Jóhannes Ólafsson Eyfeld
Jóhannes Ólafsson Eyfeld
Hrokafullur einhleypur þriggja barna helgarpabbi; dómharður en þó dómgreindarlaus. Óflokksbundinn og óháður. Náttúrulaus iðnaðarsinni. Mikill áhugamaður um nútíma- og póstmóderníska tónlist og mikill aðdáandi Caput tónlistarhópsins.

Spurt er

Vilt þú verða að óskum íbúa Blönduós um olíuhreinsistöð í bæjarfélaginu?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband